Support for buyers

FMIS_vefur 008

Almenn upplýsingagjöf

FMÍS leitast við að miðla upplýsingum um fyrirsjáanlegar landanir, bæði hér á vefnum og símleiðis. Við leggjum mikið upp úr góðu sambandi við viðskiptavini okkar og reynum að veita allar upplýsingar sem okkur er fært að veita.

Frágangur á fiski

Við göngum frá fiskinum að loknu uppboði eftir óskum kaupandans, t.d. með því að bæta við ís.

Stærðarflokkun

FMÍS hefur vélbúnað til að stærðarflokka bolfisk í starfsstöðvum á Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi, og Stykkishólmi. Notaðir eru stærðarflokkar Reiknistofu fiskmarkaða, sjá hér. Gjald er tekið fyrir stærðarflokkun, sjá gjaldskrá.

Slæging

FMÍS býður seljendum og kaupendum slægingu á bolfiski í starfsstöðvum á Arnarstapa, Grundarfirði, Ólafsvík, Rifi, Skagaströnd og Stykkishólmi.

Allur fiskur er greinilega merktur kaupanda að loknu uppboði og gerður tilbúinn til afhendingar. Kaupandi getur óskað þess að tilteknar fisktegundir fái ávallt sömu meðferð, t.d. slægingu, að loknu uppboði.