Saga

Fiskmarkaður Austurlands er tengiliður milli útgerðar og fiskvinnslu. Hann miðlar fiski frá seljendum til kaupenda og annast alla umsýslu við þá yfirfærslu. Fiskmarkaðurinn vinnur bæði fyrir kaupendur og seljendur og veitir þeim margvíslega þjónustu í tengslum við meðhöndlun fisksins. Fiskmarkaður Austurlands leggur mikla áherslu á vönduð vinnubrögð við meðhöndlum á fiski og traust samband við viðskiptavini.

  • Fiskmarkaður Austurlands var stofnaður árið 1998.
  • Undirbúningsfundur að stofnun var haldinn 17.desember 1997 í Reyðarfirði.
  • Haldinn var stofnfundur 28. janúar 1998 í Félagslundi Reyðarfirði.
  • Eftirtaldir voru kjörnir í stjórn – Andrés Helgi Hallgrímsson, stjórnarformaður, Vilbergur Hjaltason, Gísli S. Gíslason, Unnar Björgólfsson og Friðrik Rósmundsson. Varamenn voru kjörnir Freysteinn Bjarnason, Ísak Ólafsson og Páll R. Pálsson
  • Unnar Björgólfsson var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri félagsins.
  • Friðrik Rósmundsson tók síðar við af honum og var lengi framkvæmdastjóri.
  • Stjórn Fiskmarkaðar Austurlands hf. samþykkir að hefja rekstur gólfmarkaðar á fiski 3 febrúar 1998.
  • Tekið var á móti fiski á Norðfirði, Eskifirði og Reyðarfirði.
  • Fyrirtækið Nobbi sá um að taka á móti fiski í Norðfirði í fyrstu en síðan tók Tandraberg við. Í dag sér Fiskmarkaðurinn sjálfur um móttöku í Norðfirði.
  • Síðar bættist svo við móttaka á Stöðvarfirði í samvinnu við Skútuklöpp.
  • Uppboð fór fram í sölukerfi Íslandsmarkaðar sem í dag heitir Reiknistofa fiskmarkaða.
  • Fiskmarkaðurinn hefur frá upphafi verið til húsa að Strandgötu 14b
  • Í dag fara uppboð fram á netinu í uppboðskerfi Reiknistofu fiskmarkaða kl 13:00 alla virka daga. Kaupendur geta því tengst uppboðskerfinu frá tölvum sínum hvar sem er í heiminum.