Sala á uppboði
FMA tekur við öllum fisktegundum og kemur þeim í verð.
Þegar komið er með fisk til sölu sjá starfsmenn FMA um að skrá fiskinn í sölukerfi Reiknistofu fiskmarkaða. Skráðar eru upplýsingar um veiðisvæði, þyngd, aldur, stærð, hitastig og veiðarfæri ásamt rekjanlegu auðkenni karsins sem fiskurinn er í. Allar þessar upplýsingar þurfa að liggja fyrir í síðasta lagi kl. 12 á hádegi og uppboð hefst kl. 13.
FMA tekur einnig við tilkynningum frá áhöfnum skipa um afla sem er á leið í land þegar uppboðið fer fram og þarf þá áhöfnin að gera grein fyrir áðurnefndum atriðum. FMA áskilur sér rétt til að framkvæma nauðsynlegar leiðréttingar að loknu uppboði ef aflinn reynist ekki vera í samræmi við innsendar upplýsingar, við móttöku hjá FMA.
Greiðslumiðlun og uppgjörstímabil
FMA annast lögbundnar greiðslur af söluverðmæti til Greiðslumiðlunar sjávarútvegsins, auk aflagjalds til löndunarhafnar. Uppgjörstímabil er ein vika frá föstudegi til fimmtudags og greiðsla til seljanda fer fram á föstudegi, 8 dögum eftir lok uppgjörstímabils.
Slæging
FMA býður seljendum og kaupendum slægingu á bolfiski eftir samkomulagi.
Endurvigtun og úrtaksvigtun
FMA annast vigtun og endurvigtun allra tegunda af fiski í samræmi við reglugerðarákvæði. Gjaldtaka er skv. gjaldskrá.
Beitusala
FMA getur útvegað flestar tegundir af beitu
Löndunarþjónusta
FMA sér um að landa úr smábátum sem eru í föstum viðskiptum